Enn frábær árangur hjá Sverri Þ.

Sverrir Þorgeirsson gerði sér lítið fyrir og hafnaði í öðru sæti á nokkuð sterku hraðskákmóti Garðabæjar, sem fram fór í gærkveldi. Fjórir Haukamenn tóku þátt í mótinu. Sverrir hefur jafnt og þétt verið að þokast nær toppmönnunum á Haukaæfingunum og er það aðeins tímaspursmál hvenær hann fer að vinna æfingarnar reglulega. Við látum hér frásögn af heimasíðu vina okkar úr TG fylgja:

Hraðskákmóti Garðabæjar 2005 lokið

Hraðskákmót Garðabæjar sem haldið var í gærkvöldi var mjög jafnt og spennandi.

Að lokum var þó Tómas Björnsson krýndur sigurvegari en hann var einum vinning á undan næsta manni. Sverrir Þorgeirsson átti mjög þétt mót og náði 2 sæti og Þorvarður F. Ólafsson tók 3. sætið. Jón Árni Halldórsson tók svo 4 sæti og síðan kom heil súpa af skákmönnum í 5-11 sæti.

annars var röðin eftirfarandi (ath. monrad röð)

1. Tómas Björnsson Fjölni 8 v. af 9.
2. Sverrir Þorgeirsson Sd. Hauka 7 v.
3. Þorvarður F. Ólafsson Sd. Hauka 6,5 v.
4. Jón Árni Halldórsson TG 5,5 v.
5. Hrannar Baldursson Helli 5 v.
6. Páll Sigurðsson TG 5 v.
7. Jóhann H. Ragnarsson TG 5 v.
8. Vigfús Vigfússon Helli 5 v.
9. Elsa María Þorfinnsdóttir Helli 5 v.
10. Hilmar Viggósson TG 5 v.
11. Svanberg Már Pálsson TG 5 v.
12. Björn Jónsson TG 4,5 v.
13. Leifur Ingi Vilmundarson TG 4 v.
14. Albert Svavarsson TG 3,5 v.
15. Kristján Ari Sigurðsson Sd. Hauka 3 v.
16. Geir Guðbrandsson Sd. Hauka 2 v.
17. Lúðvík Ásgeirsson TG 2 v.
18. Skotta SÍ 0 v.

Mótið fór að mestu leiti áfallalaust fram og var sérstaklega ánægjulegt að sjá svo marga TG inga mætta. Marga hverja sem ekki tefla mikið reglulega, enda sást það líklega á niðurstöðunni. Mótið var annars mjög jafnt og kom td. Elsa María mjög á óvart td. með sigrum á bæði Páli og Hilmari Viggósyni. Sverrir Þorgeirsson er einnig orðinn gríðarlega öflugur Hraðskáksmaður.