1. Gullkorn.

Mér datt í hug að koma með smá nýjung hér inn á síðuna. það væri gaman ef við gætum deilt með okkur skemmtilegum skáksögum sem menn þekkja, eða hafa upplifað á sínum skákferli.

Ég vil hvetja alla þá sem hafa frá einhverjum skemmtilegum skáksögum að segja að senda mér mail á th_fannar@hotmail.com

Ég ætti nú sjálfur að geta rifjað upp nokkur eftirminnileg augnablik. Dettur mér þá fyrst í hug skákæfing hjá Skákfélagi Hafnarfjarðar, sem haldin var í blindbyl og rafnagnsleysi, á köldu vetrarkvöldi (árið 1989 að mig minnir).

Við vorum u.þ.b. 10 skákþyrstir menn sem létum veðrið og rafnagnsleysið ekki aftra okkur og mættum á æfinguna. Kveikt var á kertum við hvert borð og höfðu menn á orði að þarna færi fram fyrsta kertameistaramót SH. Óhætt er að segja lýsingin hefði ekki fengið háa einkunn frá FIDE og eru mér sérstaklega minnisstæðir skuggarnir frá taflmönnunum. Ætli þeir hafi ekki verið svona u.þ.b. fjórföld lengd þeirra sjálfra. :o)

Þegar um klukkutími var liðinn af æfingunni, kom rafmagnið skyndilega á. Áður en nokkur náði almennilega að átta sig og fagna ljósinu, gall í Jóhanni Larsen: „HVA?? ER ÉG MEÐ SVONA LÉLEGA STÖÐU??“ :o)