Stellan í Hauka

GM Stellan Brynell (2484)hefur gengið til liðs við Hauka. Hann er vinur Björn Ahlander. Velkominn Stellan.

Haukadagur á Ásvöllum

Við hvetjum alla til að mæta á Haukadaginn á Ásvöllum laugardaginn 17. september. Dagskráin er eftirfarandi: Kl. 11:00-12:30 Haukar í horni, aðrir velunnarar og meistaraflokkarnir snæða saman morgunsnarl og spá í verkefni vetrarins. Kl. 12:30-14:00 Kynning á starfi yngriflokkanna. Unglingaráð og þjálfarar kynna vetrarstarf yngriflokka. Þá er komið að leikjum um Meistara meistaranna. Leikirnir eru […]

Skákæfing 13.september 2005.

10 manns mættu á skákæfinguna í fyrrakvöld. Þetta var ágætis mæting í ljósi þess að fjórir af virkustu skákmönnum Hauka voru að tefla á sama tíma í skákþingi Garðabæjar sem nú stendur yfir. Þetta var gríðarlega jöfn og spennandi æfing, en tefld var tvöföld umferð. Daníel tók strax forystuna og leiddi mótið allt fram í […]

Spáin fyrir DHL-deildina

Árleg spá fyrir Íslandsmótið var kynnt í dag og var Haukum spáð Íslandsmeistaratitil bæði í mfl. kvenna og mfl. karla. Spáin gefur okkur að sjálfsögðu engin stig í deildinni, en það er ekki spurning að ætlunin er að halda bikurunum áfram „heima“ á Ásvöllum. Spáin er eftirfarandi: Mfl. karla: 1. Haukar – 551 stig af […]

Jón Hákon sigraði á barnaæfingu

Á síðstu æfingu var tekið létt æfingamót þar sem Jón Hákon Richter sigraði með 6 vinningum af 7 mögulegum. Annars var röðin eftirfarandi: 1. Jón Hákon Richter 6 v. 2. Hans Adolf Linnet 5 v. (12 stig) 3. Agnes Linnet 5 v. (11 stig) 4. Arnór Ingi Björnsson 4 v. (var efstur eftir 4 umf. […]

5 sterkir til Hauka!

5 sterkir liðsmenn hafa gengið til liðs við Hauka núna síðustu daga. Þetta eru þeir Elvar Guðmundsson 2360, Alexander Shabalov, 2608, Aloyzas Kveynis, 2531, Vidmantas Malisauskas, og Johan Ahlander. Skákdeild Hauka býður þá velkomna í félagið.

Titill fréttarinnar

Uppskeruhátíð yngri flokka verður haldin 18. sept. kl. 14:00 Allir iðkendur í 6. og 7. fl. fá verðlaunapening en hjá 2. til 5. fl verða veitt einstaklingsverðlaun. Við viljum minna iðkendur á að taka með sér góðgæti á kaffiborðið.

Uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð yngriflokka Hauka verður haldin sunnudaginn 18 sept kl 14.00 á Ásvöllum. Allir eru hvattir til að mæta og hafa eithvað gott með sér á veisluborðið. SÁUMST Á ÁSVÖLLUM.

Góður árangur í atskákinni !

Fjórir vaskir Haukamenn tóku þátt í Íslandsmótinu í atskák, sem fram fór um síðustu helgi. Þátttakendur voru 48 og voru tefldar 2 atskákir við sama andstæðing, útsláttarfyrirkomulag. Ef jafnt var eftir atskákirnar var gripið til bráðabana, þar sem umhugsunartíminn var styttur niður í 10 mín. Haukamenn stóðu sig með mikilli prýði á mótinu og þurfti […]