Æfing 20.september

Góð mæting var á æfinguna á þriðjudaginn, en alls voru þátttakendur 18. Svo fór að lokum að Þorvarður vann með 15 v. Af 17, eftir hörkubaráttu við Árna sem sýndi loks hvað í honum býr eftir arfaslakt mót í Garðabænum. Mikið var um óvænt úrslit, t.d. gerðist Kristján Ari formannabani og vann bæði Auðberg og Pál, einnig vann Rúnar Jónsson Auðberg. Ragnar átti í miklum erfiðleikum með klukkuna og tapaði a.m.k. 3 skákum þegar hann féll og andtæðingurinn átti 1.sekúndu eftir! Sverrir var í sínum vanabundnu svíðingarhugleiðingum, en að þessu sinni kostaði það fimm jafntefli! Sverrir varð því jafntefliskóngur æfingarinnar, en hann á þó langt í land með að ná methöfunum í þeim efnum: Þorvarður 8 jafntefli í 18 skákum og Ingi 7 jafntefli í 11 skákum! Daníel kemur sterkur til leiks eftir gott frí, gaman að sjá hann, Rögnvald o.fl aftur!

Úrslit:

1. Þorvarður Fannar Ólafsson 15 af 17
2. Árni Þorvaldsson 14
3. Sverrir Þorgeirsson 12,5
4. Páll Sigurðsson 11,5
5. Daníel Pétursson 11
6. Jón Magnússon 10,5
7. Snorri S. Karlsson 10
8. Auðbergur Magnússon 9
9-11. Rögnaldur Jónsson 8,5
9-11. Grímur Ársælsson 8,5
9-11. Ingi Tandri Traustason 8,5
12-13. Ragnar Árnason 7,5
12-13. Svanberg Már Pálsson 7,5
14. Haukur Sveinsson 6,5
15-16. Kristján Ari Sigurðsson 4
15-16. Arnar Jónsson 4
17. Brynjar Ísak Arnarsson 3,5
18. Rúnar Jónsson 1