Evrópuveisla á Ásvöllum

Um helgina verður sannkölluð Evrópuveisla á Ásvöllum en þá spila Haukar þrjá leiki í Evrópukeppni.

Á laugardag kl. 16:00 hefja strákarnir okkar leikinn í Meistaradeild Evrópu og mæta í fyrsta leik danska liðinu Arhus. Að þeim leik loknum eða kl. 18:30 er komið að stelpunum okkar er þær mæta svissneska liðinu St. Otmar í fyrri leik sínum í 2. umferð EHF keppninnar. Á sunnudag kl. 17.00 spila stelpurnar síðari leik sinn við St. Otmar.

Með þessum leikjum er sennilega brotið blað í íslenskri handboltasögu með því að leika bæði í karla- og kvennaflokki á sama degi og á sama velli í Evrópukeppni

Við hvetjum stuðningsmenn Hauka og aðra handboltaáhugamenn að fjölmenn á Ásvelli og styðja við bakið á íslenskum handbolta. Með góðum stuðning er allt hægt.

ÁFRAM HAUKAR