Meistaradeildin

Leikurinn við Magdeburg verður föstudaginn 17/10. Verið er að vinna í hópferð fyrir stuðningsmenn frá 16/10 – 18/10 eða 19/10 í gegnum Köpen. Leikurinn við Barcelona verður laugardaginn 22/11. Einnig er verið að leita leiða til að fara í hópferð þá frá 20/11 – 23/11 í gegnum London. Fylgist með!

Haukar-Breiðablik mfl.karla

Strákarnir okkar unnu stórsigur á Breiðablik á Ásvöllum í kvöld 39-24. Það var greinilegt strax í byrjun að þeir ætluðu að bæta ráð sitt frá síðasta leik. Fyrsta markið var okkar, gestirnir jöfnuðu í 1-1 en þá skildu leiðir. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 20-10. Í seinni hálfleik náðu Haukarnir mest 16 marka […]

Haukar-Valur mfl.kvenna

Stelpurnar okkar náðu ekki að landa sigri er þær tóku á móti Val á Ásvöllum í dag og töpuðu leiknum 27-29. Þær byrjðu leikinn vel og voru með yfirhöndina meiri hluta fyrri hálfleiks. Það var jafnt 3-3 og þá kom góður kafli og staðan 7-4. Aftur jafnt 7-7, síðan góður kafli og staðan 10-7. Enn […]

Tveir leikir á sunnudaginn

Minnum á leiki morgundagsins bæði hjá stelpunum og strákunum. Stelpurnar fá Val í heimsókn á Ásvelli kl. 17.00. Þetta verður án efa hörkuleikur. Báðum liðum var spáð góðu gengi í vetur og hafa bæði lið farið vel af stað. Búast má við spennandi og skemmtilegum leik sem enginn má missa af. Kl. 19.15 taka strákarnir […]

HK-Haukar mfl.ka.

Strákarnir okkar áttu afleitan leik í Digranesi í kvöld er þeir töpuðu 27-25 fyrir HK. Haukar skoruðu fyrsta markið og var það eina skiptið í leiknum sem þeir voru yfir. Okkar menn voru langt frá sínu besta og nú er bara að hisja upp um sig fyrir næsta leik.

SS-bikarinn

Í kvöld var dregið í SS -bikar karla og kvenna. Mfl.karla – 32-liða úrslit Selfoss – KA WorldClass – Valur Víkingur 2 – SÁ Grótta/KR 2 – Afturelding Stjarnan – Víkingur Hunangstunglið – Valur 2 Haukar 2 – ÍR ÍBV – Þór Ak. FH 2 – UMF-Bifröst Grótta/KR – FH HR – Fram ÍR 2 […]

Fram-Haukar mfl.kv.

Stelpurnar okkar spiluðu við Fram í kvöld og unnu góðan sigur 24-29. Þær voru yfir allan leikinn, staðan í hálfleik var 12-14. Mest náðu stelpurnar 10 marka forskoti en slökuðu of á í lokin. Þetta var ekki beint góður leikur, mikið um mistök hjá öllum á vellinum, en sigurinn skilar tveimum stigum og það er […]