Bikarkeppni yngri flokka

Búið er að draga í bikarnum í yngri flokkum: 2.fl. karla – 16 liða úrslit ÍBV – Fram Valur – HK Grótta – Haukar KA – Víkingur Liðin sem sitja hjá eru Stjarnan, Afturelding, FH og Fjölnir Þessir leikir eiga að spilast 20. til 24. október. 3.fl. karla – 16 liða úrslit Haukar – ÍR2 […]

Meistaradeildin

Eins og við sögðum áðan hefur nú ræst draumurinn um að komast í Meistaradeildina. Haukar eru í B-riðli og þar eru sko engin smálið. Við erum að tala um Magdeburg og Barcelona og í riðlinum er einnig Vardar Skopje frá Makedoníu. Það er ljós að annasamur vetur er framundan, þetta verður erfitt og mikið álag […]

Staðan í Sao Bernardo-Haukar

Þá er leikurinn hafinn og staðan 3-1 eftir 5 mín. Staðan er 5-5 eftir 10 mín. Eftir 17 mín. er staðan 6-7. Staðan eftir tæpar 22 mín. er 10-9. Það er kominn háfleikur og staðan er 13-11. Heimamenn hafa meiri áhuga á leiknum en okkar menn. Þó svo við hér heima höfum enga trú á […]

Haukar-GróttaKR mfl.kvenna

Góður sigur hjá stelpunum er þær unnu GróttuKR 31-26 í fyrsta leik þeirra á Íslandsmótinu á Ásvöllum í kvöld. Þær voru lengi í gang og það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem þær náðu yfirhöndinni. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, gestirnir þó oftast fyrri til að skora en þeir náðu mest 2ja marka […]

EVRÓ – Komnir til Aveiro

Strákarnir komu á leiðarenda um miðnætti í gær eftir erfitt og flókið ferðalag miðað við fjarlægð. Hótelið er mjög gott. Þeir fóru á æfingu í morgun sem gekk vel og allir eru hressir.

Stelpurnar byrja á morgun

Fyrsti leikurinn á Íslandsmótinu hjá stelpunum okkar er á morgun. Það er GróttaKR sem kemur í heimsókn og er leikurinn kl. 20.00 á Ásvöllum. Allir að mæta.

EVRÓ – Strákarnir farnir út

Snemma í morgun lögðu strákarnir okkar af stað frá Ásvöllum áleiðis til Portúgal. Á fyrsta áfangastað var ekki langt að fara, rétt suður í Keflavík. Frá Keflavík flugu þeir til Kaupmannahafnar og þaðan til Parísar og síðan til Portó. Frá Portó liggur leið þeirra til Aveiro, heimabæjar mótherjanna í Sao Bernardo og ættu þeir að […]

Haukar-Stjarnan mfl.ka

Fyrstu tvö stigin komu í hús þegar strákarnir okkar hófu titilvörnina með góðum sigri 29-23 á Stjörnunni á Ásvöllum í kvöld. Þeir byrjuðu leikinn ekki vel og gestirnir skoruðu fyrstu 3 mörkin. Okkar menn jöfnuðu 3-3 og síðan var jafnt á öllum tölum í 9-9. Þá komu þrjú Haukamörk í röð 12-9 og staðan í […]

Íslandsmótið að byrja

Fyrsti leikurinn á Íslandsmótinu hjá strákunum er á morgun kl. 20.00 á Ásvöllum við Stjörnuna. Svo er það Sao Bernardo í Portúgal í Evrópukeppninni á laugardag. Strákarnir fara síðan í Kópavoginn og mæta HK fimmtudaginn 25. sept. kl. 20.00 og fá hitt Kópavogsliðið, Breiðablik í heimsókn á Ásvelli, sunnudaginn 28. sept. kl. 19.15. Hjá stelpunum […]

Spá fyrir Íslandsmótið

Í dag hélt HSÍ kynningarfund fyrir Íslandsmótið og var þar kynnt spá þjálfara og fyrirliða um árangur liðanna. Strákunum okkar er spáð 1. sætinu með nær fullt hús stiga 538 af 540 mögulegum og stelpunum okkar er spáð 2. sætinu. Spáin er þessi: Meistaraflokkur karla: 1. Haukar 538 2. Valur 495 3. ÍR 459 4. […]