Haukar-Stjarnan mfl.ka

Fyrstu tvö stigin komu í hús þegar strákarnir okkar hófu titilvörnina með góðum sigri 29-23 á Stjörnunni á Ásvöllum í kvöld. Þeir byrjuðu leikinn ekki vel og gestirnir skoruðu fyrstu 3 mörkin. Okkar menn jöfnuðu 3-3 og síðan var jafnt á öllum tölum í 9-9. Þá komu þrjú Haukamörk í röð 12-9 og staðan í hálfleik var 12-10. Í seinni hálfleik var allt annað að sjá til strákanna, hraðaupphlaupin gengu upp og þeir náðu fljótt góðu forskoti 20-13. Mestur var munurinn níu mörk, 23-14 og 26-17 og sigurinn aldrei í hættu.

Markahæstir voru Ásgeir Örn og Halldór með 7 mörk hvor. Robertas var með 4 og Dalius 3. Andri, Vignir og Þórir með 2 hver, Pétur Þorláks og Þorkell með 1 hvor. Birkir Ívar var með 14 skot varin.

Haukar-Stjarnan mfl.ka.

Strákarnir unnu Stjörnuna 21-20 á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var nokkuð jafn framan af, jafnt á öllum tölum upp í 5-5. Þá skriðu Haukarnir framúr, komust í 8-5 og í hálfleik var staðan 12-9. Í seinni hálfleik voru Haukarnir þetta 2 til 3 mörkum yfir, komust í 19-14, en Stjarnan náði síðan að jafna 20-20. Nokkur spenna komst í leikinn í lokin, en okkar strákar höfðu það og unnu eins og fyrr segir 21-20. Mörkin skoruðu Aron 6, Jón Karl 5, Einar Örn 3, Halldór, Rúnar og Siggi 2 hver og Aliaksandr 1. Maggi stóð í markinu allan tímann og varði mjög vel, tók m.a. 3 víti. Hjá Stjörnunni voru markahæstir Magnús Sigurðsson með 6 mörk og Vilhjálmur Halldórsson með 5.