A-landslið kvenna

Samkvæmt frétt á heimasíðu HSÍ hafa Stefán Arnarson og Örn Ólafsson, þjálfarar A-landsliðs kvenna, valið 16 leikmenn til þess að taka þátt í æfingaleikjum í Slóveníu 2. – 6. nóvember n.k. Markmenn: Berglind Hansdóttir, Valur Helga Torfadóttir, Víkingur Hornamenn: Anna Blöndal, Stjarnan Dagný Skúladóttir, Issy Les- Moulineaux Hanna Stefánsdóttir, Haukar Ragna Karen Sigurðardóttir, Grótta/ KR […]

Haukar-HK mfl.ka.

Strákarnir fóru illa að ráðu sínu er þeir tóku á móti HK á Ásvöllum í kvöld í Essó deildinni. Leikurinn endaði með jafntefli 24-24 eftir að okkar menn höfðu verið með leikinni í höndum sér allt fram á síðustu mínútur. Þeir byrjuðu leikinn vel, skoruðu fyrsta markið og náðu góðu forskoti, komust í 10-4, 14-7 […]

Landsliðshópur World Cup 2002

Samkvæmt frétt á heimasíðu HSí hefur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari valið 17 manna hóp til að spila á World Cup í Svíþjóð dagana 29.október – 03.nóvember 2002. Ísland leikur fyrsta leikinn gegn Rússlandi þriðjudaginn 29.10.02 kl 20.30. Annar leikur er gegn Þýskalandi 30.10.02 kl 20.30 og þriðji leikurinn í riðlinum er gegn Júgóslavíu Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, […]

Haukar-FH mfk.kv.

Stelpurnar okkar unnu frábæran sigur 26-24 á nágrönnum okkar fimleikafélaginu. Þær byrjuðu betur og höfðu yfirhöndina allan leikinn, reyndar var staðan 1-1 og 2-2 í byrjun en Haukastelpurnar voru síðan alltaf með frumkvæðið. Staðan í hálfleik var 15-10. Gestirnir náðu að minnka muninn í eitt mark undir lokin, en okkar stelpur héldu haus þrátt fyrir […]

Leikir kvöldsins

Stelpurnar gerðu jafntefli 19-19 við Víking í Víkinni í kvöld. Þær lentu 0-5 undir í byrjun en tóku sig á og staðan í hálfleik var 10-8. Strákarnir fóru í Garðabæinn og heimsóttu Stjörnuna og unnu góðan sigur 24-32. Þeir höfðu yfirhöndina allan leikinn og í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn lent, þó Stjörnudrengir hafi […]

UMFA-Haukar

Strákarnir okkar gerðu ekki góða ferð í Mosó. Kjúklingarnir höfðu betur og slógu okkar menn út úr bikarnum 30-22. Í byrjun leit þetta út fyrir spennandi leik, en þegar leið á leikinn datt allur kraftur úr Haukastrákum og eftir það var fátt um fína drætti hjá flestum nema Mosfellingum ……..

SS-Bikarinn

Minnum á leikinn í SS-Bikarnum hjá strákunum á morgun kl. 20.00 uppí Mosó. Þeir halda vonandi áfram með brostæknina og áhorfendur mæta að sjálfsögðu líka brosandi. Sjáum hvað við komumst langt á því.

Conversano

Þess má geta að landsliðsmarkvörður okkar Íslendinga, Guðmundur Hrafnkelsson, stendur á milli stanganna hjá næstu mótherjum okkar í Evrópukeppninni. Fyrir þá sem eru sleipir í ítölskunni er heimasíða þeirra papillonconversano.com. Nú fyrir þá sem ekki eru sleipir í ítölskunni má alltaf benda á babelfish.altavista.com þar sem hægt er að þýða textann. 🙂 Skv. heimasíðu þeirra […]

Drátturinn

Dregið var í þriðju umferð Evrópukeppninnar í morgun. Við fengum ítalska liðið A.S. Papillon Conversano. Fyrri leikurinn verður úti 9. eða 10. nóv. og seinni leikurinn, heimaleikur okkar, verður 16. eða 17. nóv.

Evrópukeppnin: Dregið á morgun!

Eins og allir vita kjöldrógum við lið Strovolos frá Kýpur síðastliðna helgi. Á morgun verður svo dregið í næstu umferð. Um ellefu leitið ætti þetta að liggja fyrir. Liðin sem eru í pottinum eru eftirfarandi:      GOGDanmörkCiudad RealSpánnAdemar LeonSpánnChamberyFrakklandLemgoÞýskalandPick SzegedUngverjalandConversanoÍtalíaPrilepMakedóníaDrammenNoregurWarszawiankaPóllandBenficaPortúgalConstantaRúmeníaEnergiaRússlandLaskoSlóvakíaRedbergslidSvíþjóðCetinjeJúgóslavía