Lukkumiði nr. 9

Eins og Haukamenn vita var efnt til Lukkudráttar vegna Barcelonaferðarinnar. Haukar í horni og aðrir velunnarar deildarinnar sem þekkja til þess hvernig fjármagna þarf Evrópukeppni studdu okkur drengilega með kaupum á þessum lukkumiðum. Í gærkvöldi var eitt nafn dregið úr pottinum. Hin landskunna leynilögga Gissur Guðmundsson sá um dráttinn og ef einhverjir eru óánægðir með […]

Fréttatilkynning

FRÉTTATILKYNNING FRÁ HANDKNATTLEIKSDEILD HAUKA Af persónulegum ástæðum hefur Ragnar Hermannsson þjálfari mfl.kv. Hauka óskað eftir að láta af störfum. Ragnar hefur þjálfað Íslandsmeistara Hauka undanfarið 1 og ½ ár, náð frábærum árangri og í alla staði sýnt af sér fagmennsku og dugnað. Handknattleiksdeild Hauka þakkar honum frábært samstarf og væntir þess að njóta starfskrafta hans […]

Haukar-Stjarnan mfl.kv.

Stelpurnar okkar áttu dapran dag á Ásvöllum í dag. Þær töpuðu fyrir Stjörnustúlkum 20-21. Staðan í hálfleik var 11-10. Inga Friða var markahæst með 8 mörk, Thelma með 6, Harpa og Nína með 3 hvor.

ÍR-Haukar mfl.ka.

Haukar unnu ÍR 22-27 í Austurbergi í gærkvöldi. ÍR var yfir í byrjun leiks en strákanir okkar sigu framúr þegar leið á leikinn og þegar þeir náðu forystunni var henni ekki skilað aftur. Markahæstir voru Halldór með 8 mörk og Aron með 6. Maggi varði mjög vel, yfir 20 skot.

SS-Bikarinn

Dregið var í 8-liða úrslitum SS-bikarkeppninnar nú í hádeginu SS-bikar karla 8 liða úrslit Fram – ÍBV b / ÍR Valur – KA Stjarnan – UMFA Haukar – HK Þessir leikir fara fram 28.nóvember SS-bikar kvenna 8 liða úrslit KA/Þór – Stjarnan Haukar – FH ÍBV – Valur Fylkir – Grótta KR Þessir leikir fara […]

GróttaKR-Haukar mfl.ka.

Haukar unnu GróttuKR 21-26 á Nesinu í gærkvöldi. Þetta var ekta bikarleikur, mikil barátta, hraði og spenna allan tímann.. Leikurinn var nokkuð jafn, í fyrri hálfleik var GróttaKR þó fyrr til að skora og var þetta 1 til 2 mörkum yfir, jafnt 9-9 og í hálfleik var jafnt 14-14. Í seinni hálfleik vorum við fyrri […]

Bikarleikur

Minnum á bikarleikinn hjá strákunum í kvöld, GróttaKR-Haukar kl. 20.00 út á Nesi. Nú mæta allir Haukamenn.

Barcelonaferðin – “LOKASVAR”

Þá er það komið á hreint. Við förum með áætlun til Köpen og þaðan til Barcelona. Flogið 8/11 og heim 11/11. Möguleiki á að fara heim 12/11 og út 9/11. Ferðin kostar ca 60 þúsund fyrir flug og 4ra stjörnu hótel. Þeir sem hafa skráð sig á skrifstofu félagsins þurfa að hafa samband við Úrval […]

Haukar-Stjarnan mfl.ka.

Strákarnir unnu Stjörnuna 21-20 á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var nokkuð jafn framan af, jafnt á öllum tölum upp í 5-5. Þá skriðu Haukarnir framúr, komust í 8-5 og í hálfleik var staðan 12-9. Í seinni hálfleik voru Haukarnir þetta 2 til 3 mörkum yfir, komust í 19-14, en Stjarnan náði síðan að jafna 20-20. […]

4.fl.kvenna

4.fl. kvenna spilað turneringu á Ásvöllum núna um helgina. Haukastelpur unna alla sína leiki. UMFA-Haukar 11-19 Haukar-HK 17-16 Haukar-Fylkir 13-11 FHb – Haukar 9-21 Til hamingju stelpur. Frábær hjá ykkur.