Barcelonaferðin – “yes”

Þar sem formaðurinn er kominn til landsins og ekki sáttur við að fara ekki með fullt af fólki til Barcelona þá er ekki búið að gefast upp, enda gefumst við Haukarnir aldrei upp. Við látum ykkur vita af framgöngu mála.

ÍBV-Haukar mfl.kv.

Stelpurnar töpuðu 18-14 fyrir ÍBV útí Eyjum í gær. Staðan í hálfleik var 10-8. Þetta var fyrsti tapleikurinn í langan langan tíma og eina “jákvæða” sem segja má um tapið, er að nú er tapleikurinn búinn og leiðin bara uppá við.

Barcelonaferðin

Æ æ æ Að öllum líkindum verður ekkert af hópferðinni, þar sem ódýrasta verð með hóteli yrði um 65.000. Þeir sem hafa áhuga á að fara geta haft samband við Úrval Útsýn í síma 585-4140 og fengið upplýsingar.

Barcelona

Það er verið að vinna hörðum höndum að koma á hópferð til Barcelona. Planið er að fara út fimmtudagsmorgun 8. nóv og koma heim sunnudagskvöld 11. nóv. Nánari fréttir hér á síðunni um leið og fleira verður klárt. Ferðahaukar fylgist með.

Leikir helgarinnar

Stelpurnar spila út í Eyjum kl. 16.00 á laugardag. Strákarnir taka á móti Stjörnunni á Ásvöllum á sunnudag kl. 17.00 Takið með ykkur pyngjuna og kaupið miða á Evrópusamkvæmið 27. október. Miðaverð aðeins 1.500 kr. Matur, flamingo ofl. – skemmtun að hætti Hauka.

HK – Haukar karlar

Strákarnir unnu HK 22-24 í Digranesi í kvöld. Staðan í hálfleik var 13-14 fyrir okkur. Ekki var leikurinn mikið fyrir augað, allt önnur spilamennska en sást í evrópuleiknum síðastliðna helgi. Segja má að Haukar hafi spilað leikinn í lága gírnum, en það dugði til og sigurinn var í höfn.

Verður hópferð til Barcelona

Eftir dráttinn í Evrópukeppninni kom það í ljós að stórliðin Haukar og Barcelona etja kappi saman um miðjan næsta mánuð. Eftir að þetta kom í ljós hefur sími handknattleiksdeildar ekki stöðvast vegna fyrirspurna um ferð á leikinn ytra. Nokkrir áhugasamir félagar í “Haukum um heim allan” hafa sett sig í samband við ýmsa aðila og […]

Evrópukeppnin

Eins og fram kemur hér að framan fengum við spænska stórliðið Barcelona í næstu umferð Evrópukeppninnar. Fyrri leikurinn verður úti helgina 10. eða 11. nóv. og seinni leikurinn hér heima helgina 17. eða 18. nóv. Viggó gerði garðinn frægan á árum áður með Barcelona og þekkir vel hversu magnað þetta lið er. Barcelona er eitt […]

Haukar-Kolporter

Haukar unnu frábæran sigur á Kolporter frá Póllandi 33-27 og eru þar með komnir í þriðju umferð Evrópukeppninnar. Haukar byrjuðu betur, komust í 3-0 og 4-1, síðan jöfnuðu Kolporter 4-4, og við síðan í 8-4. Staðan í hálfleik var 18-11 fyrir okkur. Í seinni hálfleik voru Haukar alltaf með yfirhöndina og komust 8 eða 9 […]