GróttaKR-Haukar mfl.ka.

Þrátt fyrir að Deildarmeistaratitilinn væri í höfn, slökuðu strákarnir okkar hvergi á og héldu sigurgöngunni áfram og unnu GróttuKR á Nesinu í kvöld. Leikurinn endaði 25-33 fyrir okkar mönnum, staðan í hálfleik var 12-15 fyrir okkur. Haukarnir höfðu yfirhöndina allan leikinn og virtist sigurinn aldrei í hættu. Þeir voru að spila fínan bolta, bæði sóknin og vörnin gengu vel upp og sama hver var inn á, „maskínan“ gekk á fullu. Bjarni Frosta át Seltirninga í vítunum og snildartilþrif sáust oft á tíðum í sókninni. Markaskor dreifðist á allt liðið en markahæstir voru Halldór og Þorkell með 5 mörk hvor og Rúnar og Jón Karl með 4 hvor.
Frábær sigur hjá sterkri liðsheild.

GróttaKR-Haukar mfl.ka.

Haukar unnu GróttuKR 21-26 á Nesinu í gærkvöldi. Þetta var ekta bikarleikur, mikil barátta, hraði og spenna allan tímann.. Leikurinn var nokkuð jafn, í fyrri hálfleik var GróttaKR þó fyrr til að skora og var þetta 1 til 2 mörkum yfir, jafnt 9-9 og í hálfleik var jafnt 14-14. Í seinni hálfleik vorum við fyrri til að skora og vorum 1 til 2 mörkum yfir, þá kom góður leikkafli hjá okkar mönnum og forskotið jókst í 4 mörk, og það var ekki látið af hendi og lauk leiknum með sigri okkar manna 21-26. Þorvarður Tjörvi, Halldór og Jón Karl voru markahæstir með 5 mörk hver. Maggi og Bjarni voru með ca 10 skot varin hvor. Strákarnir okkar áttu engan glimrandi leik, klikkuðu á vítum, nokkrum dauðafærum og gerðu töluvert af mistökum, bæði í sókn og vörn. Kannski má segja að það hafi verið í anda leiksins, því þeir rauðu, bláu og gulu gerðu allir fullt af mistökum.