Úrslitakeppnin heldur áfram

Úrslitakeppni Olísdeildar karla í handbolta heldur áfram í dag þegar að meistarflokkur karla heldur í Garðabæinn og leikur þar við Stjörnunna. Leikurinn hefst kl. 15:00 í Mýrinni en þetta er annar leikur liðanna í 8-liða úrslitum. Liðin mættust líka á laugardag en þá höfðu Haukar betur 28 – 19 eftir að hafa verið 10 – 9 yfir í hálfleik.

Það lið sem fyrr vinnur 2 leiki tryggir sér sæti í undanúrslitum og því til mikils að vinna fyrir bæði lið. Það má því búast við hörkuleik þar sem að bæði lið munu berjast hart um sigurinn og um að gera fyrir Haukafólk að fjölmenna í Garðabæinn í rauðu til að styðja strákana til sigurs. Áfram Haukar!