Oddaleikur í Schenkerhöllinni

Það verður allt eða ekkert hjá strákunum í Meistaraflokki í handbolta á miðvikudaginn þegar að Stjarnan mætir í Schenkerhöllina kl. 19:30. Bæði lið eru búin að vinna 1 leik þannig að um úrslitaleik er að ræða þar sem að sigurvegarinn fer í undanúrslit en tapliðið í sumarfrí. Við þurfum því að fylla Schenkerhöllina til að styðja strákana áfram í baráttunni. Þar sem að um oddaleik er að ræða þá gilda Hauka í horni kortin ekki. Mætum í rauðu og látum í okkur heyra í Schenkerhöllina kl. 19:30 á morgun miðvikudag. Áfram Haukar!