Úrslitakeppni karla fer af stað

Það er loksins komið að úrslitakeppni karla en í 8-liða úrslitum mæta strákarnir okkar Stjörnunni. Leikið verður laugardaginn 20. apríl í Schenkerhöllinni kl. 14:00. Liðin mættust tvisvar sinnum í vetur og unnu Haukar báða leikina en hart var barist í báðum leikjum. Það má búast við því sama á laugardaginn en úrslitakeppnin er nýtt mót þar sem allt getur gerst. Það er því um að gera að nýta páskafríið í að skella sér á hörku handbolta leik en Haukafólk er hvatt til að fjölmenna í rauðu. Áfram Haukar!