Stelpurnar úr leik

Meistaraflokkur kvenna í handbolta lauk leik í gær í Íslandsmótinu þegar að þær töpuðu 25 – 22 fyrir Val í þriðja leik liðanna í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann alla 3 leikina þrátt fyrir hetjulega baráttu stelpnanna en í öllum leikjunum náðu þær að halda Valsliðinu í 25 mörkum eða minna. Það var því sóknarleikurinn sem varð liðinu að falli í þetta skiptið.

Stelpurnar eru núna komnar í sumarfrí og við taka stífar æfingar í sumar undir stjórn nýja þjálfarans, Árna Stefáns Guðjónssonar. Stelprunar mæta því dýrvitlauar á næsta tímabili og staðráðnar í að gera betur þá. Áfram Haukar!