Ágrip af sögunni

Það var sunnudaginn 12. apríl 1931 að 13 ungir piltar komu saman í KFUM húsinu við Hverfisgötu til að stofna nýtt íþróttafélag hér í bænum. Fyrsti formaður félagsins var kjörinn Karl Auðunsson.

Á þriðja fundi  félagsins var nafn þess ákveðið, Knattspyrnufélagið Haukar. Það var séra Friðrik Friðriksson sem átti hugmyndina að nafninu sem er viss skírskotun til bræðrafélagsins Vals í Reykjavík.
Eftirtaldir voru stofnendur félagsins: Óskar Gíslason, Karl Auðunsson, Jens Sveinsson, Þórður Guðbjörnsson, Jóhannes Einarsson, Helgi Vilhjálmsson, Sigurgeir Guðmundsson, Magnús Kjartansson, Jón Halldórsson, Bjarni Sveinsson, Hallgrímur Steingrímsson, Sófus Berthelsen og Geir Jóelsson.