Fareed Sadat semur við knattspyrnudeild Hauka

Fareed Sadat hefur gengið til liðs við knattspyrnudeild Hauka og mun spila með liðinu í Inkasso deild karla í sumar. Hann verður í hópnum á morgun þegar okkar strákar mæta liði KFS í Mjólkurbikarnum.

Fareed Sadat er tvítgur sóknarmaður sem fæddist í Afganistan en fluttist ungur til Finnlands. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Finnlands og Afganistans, t.d. í lok mars með U23 ára landsliði Afganistan.

Fareed kemur frá finnska úrvalsdeildarfélaginu FC Lahti en hann lék níu leiki með liðinu á síðasta tímabili.

Fareed spilaði 38 leiki með Lahti árið 2016 og skoraði í þeim leikj­um 3 mörk en hann hef­ur einnig spilað með finnsku liðunum GrIFK og Espoo.

Knattspyrnudeild Hauka býður Fareed innilega velkominn á Ásvelli og hvetjum stuðningsfólk að fjölmenna á leikinn gegn KFS í bikarnum á morgun.

Áfram Haukar!

Kristján Ómar Björnsson, þjálfari meistaraflokks karla, og Fareed Sadat við undirritun samningsins í dag.

Ljósm. Hulda Margrét