Haukar til Tékklands

Fyrr í dag var dregið í EHF bikarnum í handbolta og var karlalið Hauka í pottinum en í fyrstu umferð drógust Haukar gegn Talent Robstav M.A.T. Plzen frá Tékklandi. Haukar komu fyrr upp úr skálinni og eiga því rétt á að leika fyrri leikinn heima helgina 31. ágúst eða 1. september og seinni leikurinn fer því fram í Tékklandi nema samið verði um annað.

Talent Robstav M.A.T. Plzen er að taka þátt í EHF bikarnum 6 árið í röð en öll árin fyrir utan eitt hafa þeir dottið út í 2. umferð en tímabilið 2015/2016 náðu þeir í 3. umferðina. Áður höfðu þeir tekið þátt 3 sinnum en það var árin 1996 – 1999 þegar þeir tóku þátt í City Cup, Cup Winners Cup og Meistaradeildinni. Liðið hefur því einhverja sögu í Evrópukeppnum EHF en Haukar tóku fyrst þátt 1981 og eru þeir nú að taka þátt í 23. skipti í Evrópkukeppni. Síðast tóku Haukar þátt tímabilið 2016/2017 en leikirnir í Evrópukeppni eru núna orðnir 110 talsins.

Einnig var dregið í aðra umferð keppninnar en sigri Haukar Talent Robstav M.A.T. Plzen mæta þeir ísraelska liðinu Hapoel Ashdod í þeirri næstu.