Orri Freyr skrifar undir nýjan samning

Orri Freyr Þorkelsson hefur skrifað undir nýjan samning við Hauka sem gildir næstu 3 árin. Orri Freyr stimplaði sig vel inn í meistaraflokkslið Hauka í vetur og var hann einn af betri vinstri hornamönnum deildarinnar í vetur. Orri gerði 79 mörk í 22 leikjum í Olísdeildinni og í úrslitakeppninni gerði hann 38 mörk í 12 leikjum.

Það er ánægjulegt að Orri hafi ákveðið að framlengja samning sinn við Hauka en hann gerir það að verkum að hægt sé að halda áfram með þá stefnu að spila sem mest á uppöldum Hauka strákum.