Ánægjulegur fundur

Aðalfundur félagsins var haldinn sl. miðvikudag í Samkomusal félagsins.  Fjölmenni  var á fundinum  þar sem bjartsýni og baráttuhugur ríkti. Fram kom í skýrslu stjórnar að hagur félagsins er góður.  Ný stjórn var kjörin en hana skipa: Magnús Gunnarsson, formaður, Valgerður Sigurðardóttir, Guðborg Halldórsdóttir, Þorkell Magnússon, Elva Guðmundsdóttir, Bragi Hinrik Magnússon, Tóbías Sveinbjörnsson, Halldór Jón Garðarsson, […]

Björgvin Stefánsson

Knattspyrnudeild Hauka hefur samið við 3 nýja leikmenn

Björgvin Stefánsson hefur fengið félagaskipti í Hauka, skiptir yfir til uppeldisfélagsins frá KR, Tumi Þorvarsson kemur á láni frá HK og Sölvi Sigmarsson kemur frá Fjolnir á láni. Tumi og Sölvi eru mjög efnilegir strákar og erum við spennt að sjá þá spreyta sig á Ásvöllum í sumar. Björgvin bjóðum við velkominn aftur heim frá KR. Hjá […]

Næstu leikir meistaraflokka Hauka í knattspyrnu

Meistaraflokkur kvenna spilar fimmtudaginn 27. apríl í Mjólkurbikarnum. KH kemur í heimsókn á Ásvelli og byrjar leikurinn kl 19:00. Meistaraflokkur karla spilar úrslitaleik í Lengjubikarnum, föstudaginn 28. apríl. ÍR munu heimsækja Ásvelli og byrjar leikurinn kl 18:45. Minnum á að grillið verður í fullum gangi fyrir leik þar sem boðið verður uppá hamborgara á vægu […]

Aðalfundur Hauka

Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Hauka verður haldinn miðvikudaginn 26. apríl kl. 17:30 í Samkomusal félagsins að Ásvöllum. Dagskrá fundar samkvæmt lögum félagsins. Félagar hvattir til að mæta! Stjórnin

Haukar í Horni handbolti ATH

Kæru Haukar í Horni handboltans! Í kvöld verður kjúklingasúpa fyrir Hauka í Horni handboltans í hálfleik á leik Hauka og Vals í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins. Á morgun er leikur tvö í rimmu kvennaliðs Hauka og Fram en þá bjóðum við upp á brauð og salöt í hálfleik. Karlaleikurinn hefst kl. 19:30 í kvöld og kvennaleikurinn […]

RISALEIKUR annað kvöld!

Annað kvöld tekur meistaraflokkur karla á móti liði Vals í öðrum leik liðanna í  8-liða úrslitum Íslandsmótsins. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu fyrri leikinn á útivelli og hafa því yfirhöndina í einvíginu. Búast má við hörkuleik og því mikilvægt að fá allt okkar stuðningsfólk á leikinn. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verða seldar […]

Fjórir frá knattspyrnudeild Hauka í Hæfileikamótun N1 og KSÍ

Þeir Alexander Árni Alves Danielsson, Jón Viktor Hauksson, Matthías Logi Baldursson og Sebastian Sigurðsson Bornachera voru valdir til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ fyrir drengi á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni sem fer fram í Miðgarði í Garðabæ föstudaginn 14.apríl. Strákanir eru fæddir árið 2009 og eru á eldra ári í fjórða flokki.  Vel gert strákar […]

Andri Hjörvar Albertsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá knattspyrnudeild Hauka

Andri Hjörvar Albertsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka (barna- og unglingaráðs) knattspyrnudeildar Hauka. Andri Hjörvar er fæddur og uppalinn á Akureyri (og er Þorpari). Andri Hjörvari er Þórsari og spilaði sem meistaraflokks leikmaður með  Þór, Grindavík og Fjarðabyggð áður en hann snéri sér að þjálfun.  Andri hefur gengt ýmsum þjálfarastöðum hjá Þór undanfarin tíu […]

Inga Dís nýr liðsmaður Mfl Hauka

Inga Dís Jóhannsdóttir hefur gengið til liðs við ungt og öflugt handknattleikslið Hauka. Inga Dís er ein af efnilegustu vinstri skyttum landsins og mun því styrkja lið Hauka fyrir komandi leiktíð. Hún á fjölda leikja að baki með yngri landsliðum Íslands og lék hún stórt hlutverk með U18 landsliðinu sem náði 8. sæti á HM […]

Gleðilega páskahátíð

Páskahátíðin er gengin í garð og við fögnum því að eiga notalegar stundir með fjölskyldu og vinum. Um páska gefst okkur einnig tækifæri til að njóta margvíslegra viðburða. Úrslitaviðureignir í körfubolta og handbolta eru framundan, uppskeruhátíð íþróttamanna og íþróttaunnenda, þar sem allt er lagt í sölurnar til að ná góðum úrslitum. Þá er knattspyrnuvertíðin handan […]