Andri Hjörvar Albertsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka hjá knattspyrnudeild Hauka

Tveir karlmenn takast í hendur fyrir framan merki Hauka.

Baldur Páll Guðmundsson formaður barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Hauka handsalar samning við Andra Hjörvar Albertsson nýráðins yfirþjálfara knattspyrnudeildar Hauka.

Andri Hjörvar Albertsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka (barna- og unglingaráðs) knattspyrnudeildar Hauka. Andri Hjörvar er fæddur og uppalinn á Akureyri (og er Þorpari). Andri Hjörvari er Þórsari og spilaði sem meistaraflokks leikmaður með  Þór, Grindavík og Fjarðabyggð áður en hann snéri sér að þjálfun. 

Andri hefur gengt ýmsum þjálfarastöðum hjá Þór undanfarin tíu ár. Var um skeið yfirþjálfari yngri flokka. Auk þess hefur hann tekið þátt í þjálfun beggja meistaraflokka Þórs, bæði sem aðalþjálfari og aðstoðarþjálfari.

Andri Hjörvar er með UEFA PRO þjálfara- og UEFA Youth Elite gráðu, sem eru tvær hæstu þjálfaragráðurnar sem eru í boði hjá UEFA. 

Andri Hjörvar hóf störf strax eftir páska og erum við spennt að fá hann til liðs við Haukafjöskylduna og bjóðum við hann velkominn til starfa.