Margrét til liðs við Hauka

Handknattleiksdeild Hauka hefur gert samning við Margréti Einarsdóttur um að leika með meistaraflokki félagsins næstu tvö árin. Haukar binda miklar vonir til Margrétar sem leikið hefur fyrir öll yngri landslið Íslands en Margrét verður 21 árs á árinu. Margrét sem er uppalin í Fylki kemur til okkar frá Val, þar sem hún hefur staðið sig […]

Gleðilegt sumar!

Kæra Haukafólk. Við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. Félagið okkar fagnaði 90 ára afmæli þann 12. apríl sl. með skóflustungu að nýju knatthúsi sem mun rísa hér á Ásvöllum innan tveggja til þriggja ára. Öll uppbygging mannvirkja hér á Ásvöllum hefur verið bæjarfélaginu til sérstaks sóma og vert að þakka öllum […]

Anton Freyr Hauks Guðlaugsson til Hauka

Anton Freyr Hauks Guðlaugsson hefur samið við knattspyrnudeild Hauka og mun spila fyrir félagið næstu þrjú árin. Anton Freyr er 24 ára gamall miðvörður og kemur frá Keflavík. Anton byrjaði sinn meistaraflokks feril árið 2014 með Keflavík og er búinn að spila hátt í 100 leiki í meistaraflokki. Nú síðast spilaði hann 17 leiki með […]

Stikla frá 60 ára afmæli Hauka árið 1991

Kæru Haukafélagar. Afmælisdagurinn hefur verið viðburðaríkur, þrátt fyrir stífar sóttvarnarreglur. Við búum vel að eiga góða að og Halldór Árni Sveinsson, færði okkur þessa skemmilegu stiklu sem hér má sjá, neðangreint, í tilefni dagsins. 12. apríl fyrir réttum 30 árum, fögnuðu Haukar 60 ára afmæli sínu, með því að nokkrir þálifandi stofnenda voru viðstaddir afhjúpun […]

Kæru Haukar til hamingju með 90 ára afmælið.

Við lifum á fordæmalausum tímum þar sem samkomutakmarkanir setja okkur miklar skorður við að halda upp á 90 ára afmæli okkar ástsæla félags. Félags sem hefur vaxið frá því að 13 félagar stofnuðu félagið árið 1931 í það að vera nú fjölmennasta félagið í Hafnarfirði, þar sem þúsundir barna og fullorðina á öllum aldri koma […]

Darri áfram hjá Haukum næstu árin

Darri Aronsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Hauka um 3 ár. Darri mun því leika með meistaraflokki félagsins áfram næstu árin en Darri sem lenti í erfiðum meiðslum haustið 2019 kom sterkur inn í Haukaliðið í byrjun árs. Darri var einn af betri leikmönnum liðsins eftir að keppni hófst á ný en lenti svo […]

Adam framlengir við Hauka

Skyttan Adam Haukur Baumruk hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Hauka og mun hann spila með Haukum næstu 3 árin. Adam hefur verið einn af lykilmönnum meistaraflokks undanfarin ár og er einn af leikreyndustu leikmönnum liðsins. Á tímabilinu hefur Adam skorað 41 mark í þeim 15 leikjum sem búnir eru ásamt því að leika lykilhlutverk […]

Blað Hauka á 90 ára afmæli félagsins.

  Kæru Haukafélagar. Þann 12. apríl nk. fagnar félagið okkar 90 ára afmæli.  Í tilefni afmælisins gaf félagið út myndarlegt blað í samvinnu við Morgunblaðið.  Blaðinu var dreift í aldreifingu á höfuðborgarsvæðinu og til áskrifenda Morgunblaðsins um land allt, fimmtudaginn 8. apríl. Hér neðangreint má sjá blaðið með því að smella á tengil.  Blaðið má […]

Ásta Björt til liðs við Hauka

Ásta Björt Júlíusdóttir hefur gert samning við handknattleiksdeild Hauka um að leika með meistaraflokki félagsins næstu 3 árin. Ásta Björt kemur til liðs við Hauka frá ÍBV þar sem hún er uppalin og hefur leikið allan sinn feril. Ásta Björt er 22 ára örvhent skytta en getur einnig leyst stöðu hægri hornamanns. Ásta hefur nú […]