Margrét til liðs við Hauka

Handknattleiksdeild Hauka hefur gert samning við Margréti Einarsdóttur um að leika með meistaraflokki félagsins næstu tvö árin. Haukar binda miklar vonir til Margrétar sem leikið hefur fyrir öll yngri landslið Íslands en Margrét verður 21 árs á árinu. Margrét sem er uppalin í Fylki kemur til okkar frá Val, þar sem hún hefur staðið sig vel í Olísdeildinni í ár, með rúmlega 40% vörslu.

Við undirskriftina hafði Gunnar Gunnarsson þjálfari þetta að segja: “Margrét er markmaður sem við vildum fá til okkar, ung, hæfileikarík og með mikinn metnað. Mjög gleðilegt að hún hafi valið Hauka, þar sem hún og Annika mun skipa mjög sterkt markmannspar”

Haukar bjóða Margréti velkomna á Ásvelli og hlakka til að sjá hana í Haukabúningnum í haust.