Anton Freyr Hauks Guðlaugsson til Hauka

Anton Freyr Hauks Guðlaugsson hefur samið við knattspyrnudeild Hauka og mun spila fyrir félagið næstu þrjú árin.

Anton Freyr er 24 ára gamall miðvörður og kemur frá Keflavík. Anton byrjaði sinn meistaraflokks feril árið 2014 með Keflavík og er búinn að spila hátt í 100 leiki í meistaraflokki. Nú síðast spilaði hann 17 leiki með Keflavík, en Keflavík unnu Lengjudeildina árið 2020 og spila þeir í Pepsí-deildinni í ár.
Anton á einnig 16 yngri landsliðsleiki með U19, U17 og U16.

Anton Freyr er öflugur og sterkur miðvörður með mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur og mun styrkja Hauka gríðarlega.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar nýjum samningi við Anton og býður hann hjartanlega velkominn í félagið.

Ljósmynd: Hulda Margrét

Anton Freyr Hauks – Mynd: Hulda Margrét