Stikla frá 60 ára afmæli Hauka árið 1991

Kæru Haukafélagar.
Afmælisdagurinn hefur verið viðburðaríkur, þrátt fyrir stífar sóttvarnarreglur. Við búum vel að eiga góða að og Halldór Árni Sveinsson, færði okkur þessa skemmilegu stiklu sem hér má sjá, neðangreint, í tilefni dagsins.

12. apríl fyrir réttum 30 árum, fögnuðu Haukar 60 ára afmæli sínu, með því að nokkrir þálifandi stofnenda voru viðstaddir afhjúpun minningarskjaldar við KFUM húsið á Hverfisgötu þar sem félagið var stofnað. Anna Ólafsdóttir afhjúpaði skjöldinn, en þáverandi formaður Hauka, Steinþór Einarsson, stýrði athöfninni. Til hamingju með 90 ára afmælið Haukafólk.