Adam framlengir við Hauka

Skyttan Adam Haukur Baumruk hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Hauka og mun hann spila með Haukum næstu 3 árin. Adam hefur verið einn af lykilmönnum meistaraflokks undanfarin ár og er einn af leikreyndustu leikmönnum liðsins. Á tímabilinu hefur Adam skorað 41 mark í þeim 15 leikjum sem búnir eru ásamt því að leika lykilhlutverk í varnarleik Haukaliðsins.

Það er því mikið gleðiefni að Adam hafi framlengt samning sinn við félagið en Adam sem er 26 ára og hefur nú þegar orðið 2 sinnum bikarmeistari, 2 sinnum Íslandsmeistari og 5 sinnum deildarmeistari með meistaraflokki. Adam mun því geta leiðbeint og miðlað reynslu sinni til þeirra ungu og efnilegu Haukastráka sem eru að koma upp í meistaraflokk.