Darri áfram hjá Haukum næstu árin

Darri Aronsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Hauka um 3 ár. Darri mun því leika með meistaraflokki félagsins áfram næstu árin en Darri sem lenti í erfiðum meiðslum haustið 2019 kom sterkur inn í Haukaliðið í byrjun árs. Darri var einn af betri leikmönnum liðsins eftir að keppni hófst á ný en lenti svo í því að meiðast á ný í leik á dögunum. Darri sem verður 22 ára síðar á árinu er þó við það að verða klár og búast má því við honum fljótlega á parketinu á ný.

Darri er einn af fjölmörgum uppöldum Haukastrákum sem framlengt hafa samninga sína undanfarin misseri og er það því ljóst að Haukaliðið verður áfram byggt upp á uppöldum Haukastrákum á komandi árum.