Kæra Haukafólk. Allt íþróttastarf hjá Haukum fellur niður frá 31. október til 17. nóvember nk. með vísan til neðangreindra tilmæla sóttvarnarlæknis og reglugerðar heilbrigðisráðherra.

Á fundi sem heilbrigðisráðherra hélt í gær tilkynnti ráðherrann um hertar aðgerðir í sóttvörnum frá miðnætti 30. október og til 17. nóvember nk.  Aðgerðirnar byggja á tilmælum sóttvarnalæknis, eins og fram kemur í reglugerð heilbrigðisráðherra frá því í dag. Íþróttir, þar með talið æfingar og keppni, barna og fullorðinna, hvort sem er innan- eða utandyra, […]

Arnar Númi til Breiðabliks

Hinn ungi og efnilegi Arnar Númi Gíslason, fæddur 2004, hefur gengið til liðs við Breiðablik. Númi er sóknarsinnaður leikmaður, áræðinn, býr yfir góðum hraða og er leikinn með boltann, og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið fjóra leiki með meistaraflokki Hauka. Að auki hefur hann leikið fjóra leiki með U-17 ára landsliði Íslands. Knattspyrnudeild Hauka óskar […]

Fjölnota Hauka grímur

Nú er orðið ljóst að einhver bið verður á að handboltinn fari að rúlla með eðlilegum hætti og samhliða því mikill tekjumissir fyrir íþróttafélög í landinu. Sóttvarnir eru mikilvægar sem aldrei fyrr og grímuskylda á fjölmörgum stöðum orðin æ algengari. Handknattleiksdeild Hauka mun því hefja fjáröflun með sölu á fjölnota grímum merktum Haukum og kostar […]

Hlé á æfingum allra flokka.

Kæra Haukafólk. Í ljósi tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra vegna fjölgunar Covid-19 smita undanfarna daga verður nú gert hlé á öllum íþróttaæfingum hjá Haukum þar til leiðbeiningar berast um annað. Við hvetjum alla til að æfa sig heima líkt og í vor og munum deila hugmyndum að æfingum með iðkendum okkar. Förum öll að fyrirmælum […]

Hugaríþróttadeild Hauka – rafíþróttir og skák í eina sæng – Námskeið hefjast 5. okt

Skákdeild Hauka hefur nú gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og rís úr öskustónni sem Hugaríþróttadeild Hauka. Innan deildarinnar verður skáklistinni sinnt sem fyrr, en starfsemin verður nú útvíkkuð og áhersla lögð á rafíþróttir og aðra leiki og spil sem reyna á heilann, viðbragð og takíska hugsun. Markmiðin starfsins verður tvíþætt Að hjálpa ungum iðkendum sem […]

Stórleikur á Ásvölum – DB Schenker býður á völlinn

Á morgun, föstudag, kl. 19:30 fer fram sannkallaður stórleikur í Olísdeild karla á Ásvöllum þegar strákarnir okkar taka á móti Valsmönnum. Í tilefni þess mun DB Schenker bjóða frítt á leikinn. Vegna sóttvarnarreglna og takmarkana á fjölda leyfðar áhorfenda sem eru 400 mun stuðningsfólk Vals ganga inn um aðalinngang Ásvalla og inn í stúkuna fyrir […]