Tómas Leó hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka

Tómas Leó Ásgeirsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka sem gildir til næsta árs.

Tómas Leó er vel kunnugur á Ásvöllum, en hann spilaði 20 leiki með Haukum í sumar og varð markahæsti leikmaður Hauka í sumar með 14 mörk.

Tómas Leó er 22 ára, en þrátt fyrir ungan aldur hefur Tómas Leó spilað 97 meistaraflokksleiki en Tómas er uppalinn hjá Sindra á Höfn og byrjaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki aðeins 16 ára gamall.

Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar nýjum samningi við Tómas Leó og bindur miklar vonir við hann á næst komandi tímabili.

Áfram Haukar

Þórarinn Jónas og Tómas Leó

Við undirskrift í dag. Mynd: Hulda Margrét

Tómas Leó Ásgeirsson og Jón Erlendsson, formaður meistaraflokksráðs karla. Mynd: Hulda Margrét