Hlé á æfingum allra flokka.

Kæra Haukafólk.

Í ljósi tilmæla sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra vegna fjölgunar Covid-19 smita undanfarna daga verður nú gert hlé á öllum íþróttaæfingum hjá Haukum þar til leiðbeiningar berast um annað.
Við hvetjum alla til að æfa sig heima líkt og í vor og munum deila hugmyndum að æfingum með iðkendum okkar. Förum öll að fyrirmælum og hjálpumst að við að ná faraldrinum niður.