Fjölnota Hauka grímur

Nú er orðið ljóst að einhver bið verður á að handboltinn fari að rúlla með eðlilegum hætti og samhliða því mikill tekjumissir fyrir íþróttafélög í landinu. Sóttvarnir eru mikilvægar sem aldrei fyrr og grímuskylda á fjölmörgum stöðum orðin æ algengari.

Handknattleiksdeild Hauka mun því hefja fjáröflun með sölu á fjölnota grímum merktum Haukum og kostar hver gríma 2500kr.

Til að ganga frá pöntun er farið inná www.haukar.is/handbolti/vefsala , hægt er að panta með heimsendingu og kostar hún 500kr eða senda tölvupóst á handbolti-vefsala@haukar.is til að ákveða afhendingarmáta

Við hvetjum allt Haukafólk til að versla sér grímu og um leið styðja við bakið á hkd. Hauka