Stórleikur á Ásvölum – DB Schenker býður á völlinn

Á morgun, föstudag, kl. 19:30 fer fram sannkallaður stórleikur í Olísdeild karla á Ásvöllum þegar strákarnir okkar taka á móti Valsmönnum. Í tilefni þess mun DB Schenker bjóða frítt á leikinn.
Vegna sóttvarnarreglna og takmarkana á fjölda leyfðar áhorfenda sem eru 400 mun stuðningsfólk Vals ganga inn um aðalinngang Ásvalla og inn í stúkuna fyrir framan afgreiðsluna. Haukafólk fer inn um innganginn við gervigrasvöllinn og fer inn í sal af pallinum á annari hæð. Óski áhorfendur þess að hafa meira pláss mun gestastúkan vera opin þeim á með á pláss leyfir.
Við hvetjum stuðningsmenn beggja liða að mæta tímalega til að tryggja sér sæti og í leiðinni að virða allar reglur um persónulegar sóttvarnar og tilmæli um bil á milli áhorfenda.
ÁFRAM HAUKAR!