Haukafólk á landsliðsæfingum

Þótt að jólin og áramótin séu að nálgast er nóg um að vera hjá handknattleiksfólki því næstu vikurnar fara fram landsliðsæfingar hjá öllum landsliðum Íslands í handbolta. Það verður Afrekshópur kvenna sem ríður á vaðið í þessari viku en þar eiga Haukar 3 flotta fulltrúa en það eru Alexandra Líf Arnarsdóttir, Berta Rut Harðardóttir og […]

Jón Freyr og Tómas Leó semja við knattspyrnudeild Hauka

Jón Freyr Eyþórsson og Tómas Leó Ásgeirsson hafa samið við knattspyrnudeild Hauka og býður stjórn deildarinnar þá innilega velkomna í félagið og eru bundnar miklar vonir við þá á komandi tímabili og á næstu árum. Hinn tvítugi Jón Freyr er markvörður sem varði mark KH í fyrra en hann er uppalinn hjá Val og spilaði með […]

Síðasti leikur ársins

Það er komið að síðasta handboltaleik Hauka á árinu 2019 en þá heldur meistarflokkur karla í Garðabæ og etur þar kappi við Stjörnuna. Leikurinn fer fram á sunnudag og er í TM-höll þeirra Garðbæinga í Mýrinni kl. 16:00. Þetta er sem fyrr segir síðasti leikur ársins hjá meistarflokkum Hauka í handbolta en strákarnir hafa spila […]

Skipta knatthús miklu máli til að ná árangri?

Í haust ákvað einn haukafélagi að taka saman tölfræði yfir árangur 2. og 3. flokks liða á Íslandi til að geta séð betur hvert mikilvægi knatthúsa er til þess að ná árangri. Niðurstöðurnar voru í grófum dráttum þessar. 2. flokkur karla – 4 af 5 efstu með knatthús. 3. flokkur karla – 7 af efstu […]

Actavismótið 2020

Helgina 18.-19. janúar fer fram hið vinsæla Actavismót í körfubolta. Mótið er fyrir krakka í 1.-5. bekk. Þátttökugjald á iðkanda er aðeins 3.000 kr. en allir iðkendur verða leystir út með mótsgjöf. Skráning er til 10. janúar á actavismot@gmail.com

Síðasti heimaleikur ársins

Það er komið að síðasta heimaleik ársins 2019 í handboltanum. Þá mæta Norðanmenn í KA á Ásvelli í Olísdeild karla. Haukar hafa leikið mjög vel í deildinni á árinu 2019 og vilja enda árið á heimavelli með stæl. Það er því um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna á Ásvelli á laugardag kl. 17:30 […]

Afmælisfrétt

Það var glatt á hjalla hjá getraunaspekingum félagsins á laugardaginn þegar þeir fögnuðu 50 ára afmæli Sigurðar Frímanns Meyvatnssonar. Sigurður er einn helsti sparkfræðingur félagsins og hefur eitt hæsta meðalskor í getraunum innan félagsins. Félagið óskar Sigurði til hamingju með stórafmælið. Lifðu heill !

Sláandi tölur yfir frístundabíl í Hafnarfirði

Þessar tvær myndir sem Karl Guðmundsson setti saman úr tölum frá Hafnarfjarðarbæ sýna heildarfjölda ferða með frístundabílnum fyrir 3 yngstu bekki grunnskóla eina viku í nóvember. Það voru farnar samtals 901 ferð upp á Kaplakrika á meðan það voru farnar 267 á Ásvelli. 59% ferða barna úr Suðurbæ sem fara annað hvort í FH eða […]