Sláandi tölur yfir frístundabíl í Hafnarfirði

Þessar tvær myndir sem Karl Guðmundsson setti saman úr tölum frá Hafnarfjarðarbæ sýna heildarfjölda ferða með frístundabílnum fyrir 3 yngstu bekki grunnskóla eina viku í nóvember.

Það voru farnar samtals 901 ferð upp á Kaplakrika á meðan það voru farnar 267 á Ásvelli.
59% ferða barna úr Suðurbæ sem fara annað hvort í FH eða Hauka er upp í Kaplakrika. Samsvarandi hlutfall barna sem fara úr Norðurbæ í annað hvort FH eða Hauka er að 2,5% fara á Ásvelli.
40% allra ferða sem enda í Kaplakrika koma úr skólum sem teljast til Suðurbæjar Hafnarfjarðar

Þessar tölur sýna skýrt hvað gerist þegar mikill munur er á aðstöðu tveggja félaga í sama bæjarfélagi. Það segir sig sjálft að meirihluti fólks og iðkenda velja félagið þar sem aðstaðan er betri.

Nú hefur hópur um uppbyggingu á Ásvöllum skilað af sér skýrslu með tillögum um hvernig hægt væri að reisa knatthús í áföngum. Skýrsluna má sjá hér.

Miðað við þessar tillögur þá yrði hafist handa næsta haust og húsið yrði tilbúið til æfinga haustið 2022.

Eins og staðan er núna er ekkert fé eyrnamerkt í þessa framkvæmd á næsta ári en það er von okkar í Haukum fundin verði lausn til að hefjast handa strax á næsta ári