Númi og Óliver semja við knattspynudeild Hauka – Valdir á úrtaksæfingar U16

Knattspyrnudeild Hauka hefur samið við þá Arnar Núma Gíslason og Óliver Steinar Guðmundsson til þriggja ára. Þá hafa þeir verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum U16 í byrjun desember.

Þeir Númi og Óliver eru báðir 15 ára gamlir og spila með 3. flokki karla en þjálfari liðsins er Luka Kostic og hafa þeir margsinnis verið valdir á úrtaksæfingar yngri landsliða.

Knattspyrnudeild Hauka fagnar samningum við þá Núma og Óliver og bindur miklar vonir við þá í framtíðinni.

Áfram Haukar!

Óliver Steinar og Arnar Númi.

Ljósm. Hulda Margrét