Haukafólk á landsliðsæfingum

Þótt að jólin og áramótin séu að nálgast er nóg um að vera hjá handknattleiksfólki því næstu vikurnar fara fram landsliðsæfingar hjá öllum landsliðum Íslands í handbolta.

Það verður Afrekshópur kvenna sem ríður á vaðið í þessari viku en þar eiga Haukar 3 flotta fulltrúa en það eru Alexandra Líf Arnarsdóttir, Berta Rut Harðardóttir og Saga Sif Gísladóttir.

Fyrstu helgina á nýju ári æfa svo öll yngri landsliðin en þar eiga Haukar fjölmarga fulltrúa. Í 20-árs landsliði karla er Jón Karl Einarsson og í U-18 ára landsliði karla er Kristófer Máni Jónasson en hann er á leið á Sparkassen Cup milli jóla og nýárs. Haukar eiga svo 6 fulltrúa í U-16 ára landsliði karla en þar eru þeir Andri Fannar Elísson, Atli Steinn Arnarson, Birkir Snær Steinsson, Elías Óli Hilmarsson, Gísli Rúnar Jóhannsson og Össur Haraldsson.

Í U-18 ára landsliði kvenna er einn fulltrúi frá Haukum og það er Margrét Björg Castillo og í U-16 ára landsliðinu eiga Haukar svo 8 stúlkur en það eru þær Agnes Ósk Viðarsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Emilía Katrín Matthíasdóttir, Nadía Líf Ágústsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir og Viktoría Diljá Halldórsdóttir.

Síðast má nefna það að uppaldi Haukamaðurinn Daníel Þór Ingason er valinn í 19 manna hóp A-landsliðs Íslands fyrir lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í janúar.

Haukar óska öllum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum og leikjum.