Handboltinn kominn á fullt

Það má með sanni segja að handboltinn sé kominn á fullt því að um helgina verða öll meistaraflokks lið Hauka í eldlínunni. Fjörið hefst í kvöld, föstudagskvöld, þegar að U-lið karla leikurinn sinn fyrsta leik þetta tímabilið en þá kemur Grótta í heimsókn á Ásvelli kl. 20:00 í Grill 66 deild karla. Það má búast […]

Fjórir leikmenn knattspyrnudeildar Hauka í landsliðsverkefnum

Erla Sól Vigfúsdóttir, leikmaður 3. flokks og meistaraflokks kvenna, tekur þessa dagana þátt í undankeppni EM 2020 en leikið er í Hvíta Rússlandi. Liðið hefur nú þegar sigrað Hvíta Rússland 10-1 og Möltu 1-0 en Erla kom inn á í þeim leik á 71. mínútu. Þá hefur Sæunn Björnsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna, verið valin í […]

Góða Hrossakjötsveislan 2019

Hin árlega hrossakjötsveisla verður haldin föstudaginn 18. október. Þar hittast matgæðingar sem halda í heiðri fornum þjóðlegum matarvenjum og eiga saman góða stund. Stutt skemmtidagskrá – ræðumaður o.fl. Nánar auglýst síðar. Takmarkað sætaframboð ! Nefndin

Mikaela Nótt skrifar undir samning við knattspyrnudeildina

Mikaela Nótt Pétursdóttir, leikmaður 3.flokks kvenna, hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka.  Mikaela Nótt, sem fædd er árið 2004, hefur komið við sögu í þremur leikjum meistaraflokks í sumar og hefur leikið eitt af lykilhlutverkum í sterku liði 3. flokks sem hefur tryggt sér þátttökurétt í fjögurra liða úrslitum í Íslandsmótinu og er komið […]

Olísdeild kvenna fer af stað

Það er komið að fyrsta leik í Olísdeild kvenna þetta tímabilið en þá mætir Stjarnan á Ásvelli en leikurinn fer fram laugardaginn 14. sptember kl. 13:30. Haukastelpurnar eru búnar að æfa vel í sumar og er tilbúnar í báttunna. Það vill því enginn missa af þessum fyrsta leik Olísdeildarinnar. Áfram Haukar

Sara Odden til liðs við Hauka

Handknattleiksdeild Hauka hefur samið við sænsku handknattleikskonuna Söru Odden um að spila með liðinu næstu tvö keppnistímabil. Sara sem er hávaxin vinstri skytta var við æfingar með liðinu í byrjun mánaðarins og þótti standa sig vel, en hún lék á síðasta tímabili með Tyresö í sænsku 2. deildinni. Sara kemur til landsins á næstu dögum […]

Fyrsti leikur Olísdeildarinnar

Það er komið að fyrsta leik í Olísdeild karla þetta tímabilið en þá mætir okkar gamli félagi Elías Már með lærisveina sína í HK á Ásvelli. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 11. sptember kl. 19:30 á Ásvöllum. Haukastrákarnir mæta dýrviltlausir eftir að Evrópuævintýrinu lauk í Tékklandi um helgina klárir í að svara fyrir sig. Það vill […]

Úrslit í Haukamótinu 2019

Föstudaginn 6. september 2019 fór fram á Hvaleyrarvelli Golfmót Hauka 2019. Úrslit urðu eftirfarandi: Rauði jakkinn/punktakeppni. 1. Halldór Ásgrímur Ingólfsson, 2. Guðmundur Haraldsson, 3. Haukur Jónsson. Guli boltinn/öldungur. Halldór Ásgrímur Ingólfsson. Haukakannan: Haukur Jónsson. Næst holu: 4. braut, Finnbogi Aðalsteinsson, 6. braut, Kristófer H. 10. braut, Guðmundur Örn Óskarsson, 15.braut, Snorri Páll Ólafsson. Verðlaunaafheding fór […]

Haukamótið í golfi

Haukamótið í golfi 2019 verður haldið á okkar frábæra Hvaleyrarvelli þann 6. sept. nk. Skráning hefst á www.golf.is þann 1. ágúst. Keppt verður um Rauða jakkann, Gula boltann (í flokki eldri Haukafèlaga) og að sjálfsögðu um Haukabikarinn í höggleik. Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum og að sjálfsögðu verða skorkortaverðlaun dregin út við mikinn fögnuð. […]

Jóganámskeið fyrir börn á Ásvöllum.

Knattspyrnufélagið Haukar/Haukasel í samvinnu við Evu Úllu Hilmarsdóttur, jógakennara, mun í vetur bjóða upp á 4 vikna jóganámskeið fyrir börn í Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum. Námskeiðin verða haldin á mánudögum og miðvikudögum og hefst fyrsta námskeiðið þann 16. september nk. Á námskeiðinu er krökkunum kenndar ýmsar jógastöður, æfingar sem styrkja jafnvægið, öndun, einbeitingu, slökun og […]