Úrslit í Haukamótinu 2019

Föstudaginn 6. september 2019 fór fram á Hvaleyrarvelli Golfmót Hauka 2019. Úrslit urðu eftirfarandi: Rauði jakkinn/punktakeppni. 1. Halldór Ásgrímur Ingólfsson, 2. Guðmundur Haraldsson, 3. Haukur Jónsson.

Guli boltinn/öldungur. Halldór Ásgrímur Ingólfsson. Haukakannan: Haukur Jónsson. Næst holu: 4. braut, Finnbogi Aðalsteinsson, 6. braut, Kristófer H. 10. braut, Guðmundur Örn Óskarsson, 15.braut, Snorri Páll Ólafsson.

Verðlaunaafheding fór fram að móti loknu og fór enginn keppandi sem var viðstaddur tómhentur heim. Sátu menn fram eftir kvöldi og ræddu landsins gagn og gaman, komandi keppnistímabil í handbolta, körfu og karate og því sem er að ljúka í fótboltanum

Veður var ágætt þennan dag og golfvöllurinn í toppstandi. Mótstjórn þakkar Golfklúbbnum Keili og hans starfsmönnum, Brynju og co í veitingasölunni og hennar starfsfólki svo og öllum styrktaraðilum og gefendum verðlauna/vinninga kærlega fyrir veittan stuðning.

ÁFRAM HAUKAR.