Chanté og Birgir Magnús best að mati leikmanna á lokahófi knattspyrnudeildar

Lokahóf knattspyrnudeildar Hauka var haldið á dögunum þar sem sumarið var gert upp og var hin fínasta stemning en Karl Guðmundsson annaðist veislustjórn af stakri prýði. Að mati leikmanna var Birgir Magnús Birgisson valinn besti leikmaður meistaraflokks karla og Chanté Sandiford var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna. Efnilegust voru Erla Sóla Vigfúsdóttir og Kristófer Dan […]

Árgangamót kkd. Hauka

Laugardaginn 23. nóvember verður árgangamót körfuknattleiksdeildarinnar. Árgangamótið er komið með langa hefð þar sem reyndir leikmenn spila körfubolta og skemmta sér svo saman um kvöldið. Í verður í fyrsta sinn sem einnig verður keppt í kvennaflokki. Er það mikið gleðiefni að þær ætla að mæta og taka þátt. Karlaflokkur: Aldurstakmark 30 ár. Yngsti árgangur sem […]

Andlátsfrétt

Látin er Haukakonan og heiðursfélaginn Ruth Guðmundsdóttir 97 ára að aldri. Ruth var ein fræknasta íþróttakona félagsins fyrr og síðar, m.a. Íslandsmeistari í handknattleik árið 1946. Hún átti sæti í stjórn félagsins til margra ára og var meðal stofnenda Öldungaráðs Hauka. Félagið sendir fjölskyldu Ruthar innilegar samúðarkveðjur.

Kraftur í knattspyrnudeild Hauka

Kæru Haukarar. Það var erfiður dagur í gær en í dag er nýr dagur. Það er ljóst að meistaraflokkur karla mun spila í 2. deildinni á næstu leiktíð og það er auðvitað áfall fyrir okkur öll.  En þegar maður lendir í áfalli þá reynir auðvitað mest á mann og við höfum svo sannarlega tækifæri til […]

Viktoría Diljá skrifar undir samning við knattspyrnudeildina

Viktoría Diljá Halldórsdóttir, leikmaður 3.flokks kvenna, hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka. Viktoría Diljá, sem fædd er árið 2004, hefur fengið sín fyrstu tækifæri með meistaraflokki í sumar og hefur komið við sögu í tveimur leikjum í Inkasso deildinni. Hún er einn af lyki leikmönnum í afar efnilegu liði 3.flokks sem er m.a. komið […]