Kristófer í U17 og Arnar Númi og Óliver Steinar á U16 æfingum

Arnar Númi Gíslason og Óliver Steinar Guðmundsson hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum U16 ára landsliðsins sem fram fara þann 2. – 4. október.

Þá hefur Kristófer Jónsson verið valinn til að taka þátt í æfingum U17 ára landsliðsins sem fram fara dagana 30. september – 2. október.  Liðið leikur í undankeppni EM 2020 22. – 28. október næstkomandi og eru í riðli með Króatíu, Skotlandi og Armeníu.

Vel gert strákar og gangi ykkur vel!

Áfram Haukar!

Kristófer Jónsson númer 17.
Mynd: KSÍ

 

Arnar Númi.

Óliver Steinar