Jóganámskeið fyrir börn á Ásvöllum.

Knattspyrnufélagið Haukar/Haukasel í samvinnu við Evu Úllu Hilmarsdóttur, jógakennara, mun í vetur bjóða upp á 4 vikna jóganámskeið fyrir börn í Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum.
Námskeiðin verða haldin á mánudögum og miðvikudögum og hefst fyrsta námskeiðið þann 16. september nk.
Á námskeiðinu er krökkunum kenndar ýmsar jógastöður, æfingar sem styrkja jafnvægið, öndun, einbeitingu, slökun og leiki.
Námskeiðin eru fyrir börn í 1. – 6. bekk grunnskóla.

1.-2. bekkur, mánudagar og miðvikudagar kl. 14:50 – 15:20. Verð 6.400
3.-4. bekkur, mánudagar og miðvikudagar kl. 16:25 – 16:55. Verð 6.400
5.-6. Bekkur, mánudagar og miðvikudagar kl. 15:30 – 16:15 Verð 9.600

Skráning og nánari upplýsingar gefur Eva Úlla í síma 662-0373 og evaulla@haukar.is