Haukamótið í golfi

Þórdís Geirsdóttir vann Rauða jakkann og Haukabikarinn í fyrra

Haukamótið í golfi 2019 verður haldið á okkar frábæra Hvaleyrarvelli þann 6. sept. nk.

Skráning hefst á www.golf.is þann 1. ágúst.

Keppt verður um Rauða jakkann, Gula boltann (í flokki eldri Haukafèlaga) og að sjálfsögðu um Haukabikarinn í höggleik.

Nándarverðlaun á öllum par 3 brautum og að sjálfsögðu verða skorkortaverðlaun dregin út við mikinn fögnuð.

Verðlaunaafhending í lok móts.

Mótsgjald sama og í fyrra.

Koma svo…alltaf gaman hjá Haukunum.