Mikaela Nótt skrifar undir samning við knattspyrnudeildina

Mikaela Nótt Pétursdóttir, leikmaður 3.flokks kvenna, hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka. 

Mikaela Nótt, sem fædd er árið 2004, hefur komið við sögu í þremur leikjum meistaraflokks í sumar og hefur leikið eitt af lykilhlutverkum í sterku liði 3. flokks sem hefur tryggt sér þátttökurétt í fjögurra liða úrslitum í Íslandsmótinu og er komið í úrslitaleik bikarkeppni KSÍ. 

Mikaela hefur auk þess leikið með U16 ára og U15 ára landsliðum Íslands á árinu og er nýkomin heim frá Víetnam þar sem íslenska liðið stóð uppi sem sigurvegari í fjögurra landa æfingamóti. Mikaela spilar oftast á miðju en einnig stundum í hjarta varnarinnar. 

Knattspyrnudeild Hauka óskar Mikaelu til hamingju með samninginn og væntir mikils af henni í náinni framtíð.

Helga Helgadóttir, yfirþjálfari og annar þjálfari 3. flokks kvenna, og Mikaela Nótt Pétursdóttir við undirskrift samningsins.