Kristinn Marinósson framlengir

Kristinn Marinósson hefur framlengt samning sinn við Hauka og mun því taka slaginn með liðinu á komandi leiktíði í Domino’s deildinni. Kristinn lék aðeins 12 leiki í deildinni á síðasta tímabili áður en hann meiddist og var með rúm 11 stig og 2 fráköst að meðaltali í þeim leikjum. Höfuðhögg og aðgerð á fæti héldu […]

Andlát

Egill Egilsson, einn af traustustu og elstu félögum okkar er látinn, 93 ára að aldri. Hann var í hópi fræknustu íþróttamanna félagsins á árum áður í knattspyrnu og handknattleik. Hann var varaformaður félagsins um árabil og sat í ýmsum nefndum og ráðum á þess vegum. Egill var útnefndur heiðursfélagi árið 1972. Félagið sendir fjölskyldu Egils innilegar samúðarkveðjur.

Rafíþróttadeild?

Upp hefur komið sú hugmynd að stofna rafíþróttadeild innan Knattspyrnufélags Hauka. Okkur langar til að kanna áhugan á slíku meðal Haukafólks. Endilega gefið ykkar álit með því að smella á linkinn. Skoðun ykkar skiptir máli.

5. flokkur í 2. sæti á Pæjumótinu og 6. flokkur hlaut háttvísisverðlaun á Króksmótinu

Iðkendur í knattspyrnudeild Hauka hafa að sjálfsögðu tekið þátt af miklum krafti í knattspyrnumótum sumarsins og má m.a. nefna Greifamótið á Akureyri þar sem 7. flokkur kvenna tók þátt og Norðurálsmótið á Akranesi þar sem 7. flokkur karla var á meðal þátttökuliða. Eins og jafnan er á mótum yngstu flokkanna var það leikgleðin sem var […]

Sigrún og Stefanía á NM

Í dag hófst norðurlandamót yngri landsliða í körfuknattleik. U16 og U18 stúlkna og drengja taka þátt í mótinu en leikið er í Kisikallio í Finnlandi eins og undanfarin ár. Haukar eiga tvo fulltrúa í U18 en það eru þær Sigrún Björg Ólafsdóttir og Stefán Ósk Ólafsdóttir. Keppni hófst í dag og unnu U18 sinn leik […]

Helena Ósk Kristjánsdóttir til liðs við Hauka

Handknattleikskonan Helena Ósk Kristjánsdóttir hefur gert samning við Handknattleiksdeild Hauka um að leika með meistaraflokki kvenna næstu 2 árin. Helena Ósk kemur til liðs við Hauka frá HK þar sem hún lék í 1 tímabil en áður lék hún með Fjölni þar sem hún er uppalin. Helena Ósk sem er fædd árið 1998 er kröftugur […]

Búi ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í fótbolta

Knattspyrnudeild Hauka hefur skrifað undir tveggja ára samning við Búa Vilhjálm Guðmundsson þess efnis að hann verði þjálfari meistaraflokks karla. Hafþór Þrastarson verður aðstoðarþjálfari en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Þá verður Hilmar Rafn Emilsson, fyrrum leikmaður Hauka, í þjálfarateyminu. Búi tók við liðinu eftir að Kristján Ómar Björnsson hætti […]

Brooke Wallace til Hauka

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur náð samkomulagi við Brooke Wallace um að spila með liðinu í Domino‘s deild kvenna á næstu leiktíð. Wallace er 22 ára miðherji og er 188 cm á hæð. Á síðustu leiktíð spilaði hún með Kentucky State University þar sem hún skilaði tæpum 13 stigum og 11 fráköstum að meðaltali í leik. Með […]

Haukafólk í U15

Nú um helgina eru U15 ára landslið Íslands í körfubolta að keppa á móti í Kaupmannahöfn, Copenhagen Invitational. Þar eiga Haukar þrjá fulltrúa en það eru leikmennirnir Ágúst Goði Kjartansson og Dagbjört Gyða Hálfdanardóttir. Einnig er þjálfari mfl. kvk. Ólöf Helga Pálsdóttir í þjálfarateymi U15 stúlkna. Haukar óska þeim alls hins besta og eru afar […]