5. flokkur í 2. sæti á Pæjumótinu og 6. flokkur hlaut háttvísisverðlaun á Króksmótinu

Iðkendur í knattspyrnudeild Hauka hafa að sjálfsögðu tekið þátt af miklum krafti í knattspyrnumótum sumarsins og má m.a. nefna Greifamótið á Akureyri þar sem 7. flokkur kvenna tók þátt og Norðurálsmótið á Akranesi þar sem 7. flokkur karla var á meðal þátttökuliða. Eins og jafnan er á mótum yngstu flokkanna var það leikgleðin sem var allsráðandi og komu krakkarnir heim reynslunni ríkari – mörg búin að eldast um mörg ár við að gista að heiman í fyrsta sinn.

Fimmti flokkur kvenna hjá Haukum tók svo þátt í TM mótinu í Vestmannaeyjum, hinu svokallaða Pæjumóti, dagana 13.-15. júní. Haukar voru með fjögur lið á mótinu og lék Lið 1 til úrslita um TM móts bikarinn þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna. En þar sem Stjarnan skoraði fyrr í leiknum varð liðið TM móts meistari á meðan okkar stelpur urðu í 2. sæti mótsins. Virkilega glæsilegur árangur hjá Hauka-stelpum sem fóru taplausar í gegnum mótið. Þá voru þær Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir og Rut Sigurðardóttir valdar í lið mótsins sem og í annars vegar landsliðið og hins vegar í pressuliðið.

Sjötti flokkur kvenna hjá Haukum tók þátt í Landsbankamótinu á Sauðárkróki um síðustu helgi þar sem Haukar tefldu fram fjórum liðum. Eftir ágætan árangur á mótinu hlutu Haukar svo háttvísiverðlaun Landsbankans og KSÍ. Um er að ræða ný verðlaun sem standa mótshöldurum knattspyrnumóta yngri flokka til boða í sumar. Með verðlaununum viljja Landsbankinn og KSÍ verðlauna háttvísi og heiðarlega framkomu allra sem að mótum koma. Á þetta fyrst og fremst við leikmenn, en ekki síður þjálfara, foreldra, áhorfendur og aðra aðstandendur.

Áfram Haukar!

6. flokkur kvenna á Landsbankamótinu

 

5. flokkur kvenna á Pæjumótinu í Eyjum

 

7. flokkur karla á Norðurálsmótinu

 

Ragnheiður (standandi) og Rut voru valdar í lið TM Mótsins í Eyjum.

 

7. flokkur kvenna á Greifamótinu á Akureyri