Kristinn Marinósson framlengir

Kristinn Marinósson hefur framlengt samning sinn við Hauka og mun því taka slaginn með liðinu á komandi leiktíði í Domino’s deildinni.

Kristinn lék aðeins 12 leiki í deildinni á síðasta tímabili áður en hann meiddist og var með rúm 11 stig og 2 fráköst að meðaltali í þeim leikjum. Höfuðhögg og aðgerð á fæti héldu Kristini frá vellinum en hann er allur að koma til og verður klár í slaginn þegar æfingar hefjast eftir sumarfrí.