3 verðlaun til Hauka á lokahófi HSÍ

Lokahóf HSÍ fór fram fyrr í dag í Laugardalshöll þegar þeir leikmenn í efstu tveimur deildum karla og kvenna sem þóttu skara fram úr á tímbilinu voru heiðraðir. Haukar fegnu þrenn verðlaun en öll voru þau karlamegin. Gunnar Magnússon þjálfari meistarflokks karla var valinn þjálfari ársins og Daníel Þór Ingason var valinn besti varnarmaður tímabilsins […]

Haukur, Hjálmar og Kjartan framlengja samninga

Það er sönn ánægja að tilkynna að þeir Haukur Óskarsson, Hjálmar Stefánsson og Kjartan Steinþórsson hafa allir framlengt samninga sína við kkd. Hauka og munu taka slaginn með liðinu í Domino‘s deildinni á næstu leiktíð. Kjartan kom til Hauka seint á síðustu leiktíð og kláraði tímabilið með liðinu. Hann ól manninn í Grindavík en hefur […]

Janine Guijt áfram hjá Haukum

Kkd. Hauka hefur samið við Janine Guijt um að taka slaginn aftur með Haukum á næsta tímabili en hún kom um mitt síðasta tímabil og kláraði það með liðinu í Domino‘s deild kvenna. Janine er hollensk landsliðskona en hún hefur einnig verið í kvennaliði Hollands í Fiba 3 á 3 landsliðskeppninni. Hún spilaði 14 leiki […]

Ólafur Ægir Ólafsson til liðs við Hauka

Handknattleiksdeild Hauka hefur gert samning við Ólaf Ægi Ólafsson. Ólafur Ægir kemur til liðs við Hauka frá svissneska liðinu Lakers Stäfa þar sem hann lék í eitt tímabil. Liðið lenti í 2. sæti næst efstu deild á nýliðnu tímabili en Ólafur Ægir gerði 100 mörk í 25 leikjum með liðinu á tímabilinu. Ólafur Ægir sem […]

Auður Íris Ólafsdóttir aftur í Hauka

Körfuknattleiksdeild Hauka og Auður Íris Ólafsdóttir hafa náð samkomulagi um að Auður spili með Haukum á næstu leiktíð og gildir samningur hennar til tveggja ára. Auður er Haukafólki kunnug en hún ólst upp hjá félaginu og spilaði upp alla yngri flokka deildarinnar. Hún söðlaði svo um og tók slaginn með Skallagrími, Breiðablik og síðast Stjörnunni […]

Opið fyrir umsóknir á Afrekslínu Hauka veturinn 2019-20

Það er opið fyrir umsóknir á Afrekslínu Hauka 2019-20! Fyrri umsóknarfrestur er til 1. júlí. Allar upplýsingar er að finna inni á umsóknareyðublaðinu. Afrekslínan er annars vegar Afreksskólinn fyrir 2004-2006 módel og svo Afrekssviðið fyrir 2000-2003 módel.   Ítarlegar upplýsingar ásamt umsóknareyðublaði má finna með því að SMELLA HÉR