Jón Björn tekur tímabundið við sem formaður knattspyrnudeildar Hauka

Eiður Arnar Pálmason hefur ákveðið að láta af störfum sem formaður knattspyrnudeildar Hauka vegna anna í vinnu.

,,Auk þess sem er ég með stóra fjölskyldu og hef því ekki þann tíma sem að þarf til að sinna þessu krefjandi verkefni,“ segir Eiður.

Jón Björn Skúlason sem verið hefur varaformaður knattspyrnudeildar um árabil og gegndi stöðu formanns fyrir nokkrum árum síðan tekur tímabundið við sem formaður deildarinnar.

,,Stjórn knattspyrnudeildar þakkar Eiði fyrir vel unnin störf en sem betur fer er stjórn knattspyrnudeildar vel mönnuð ásamt því að búa yfir mörgum frábærum sjálfboðaliðum.  Það er að sjálfsögðu krefjandi verkefni að reka knattspyrnudeild í því uppbyggingastarfi sem Haukar standa fyrir en það er jafnframt afar gefandi og skemmtilegt.“

Jón Björn Skúlason
Ljósm. Hringbraut