Haukur, Hjálmar og Kjartan framlengja samninga

Það er sönn ánægja að tilkynna að þeir Haukur Óskarsson, Hjálmar Stefánsson og Kjartan Steinþórsson hafa allir framlengt samninga sína við kkd. Hauka og munu taka slaginn með liðinu í Domino‘s deildinni á næstu leiktíð.

Kjartan kom til Hauka seint á síðustu leiktíð og kláraði tímabilið með liðinu. Hann ól manninn í Grindavík en hefur einnig leikið með KFÍ.

Hjálmar og Haukur þurfa minni kynningu en þeir hafa spilað allan sinn feril með Haukum og verið burðarásar liðsins undanfarin ár.